Opnað í Egilshöll á morgun 5. jan eftir jólafrí Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 04. janúar 2009 17:03

Opnað verður á morgun mánudag 5. janúar í Egilshöllinni eftir jólafrí. Næsta STÍ-mót í Egilshöllinni verður í loftbyssugreinum 17. jan.  Við viljum benda fólki á að aðstaðan er einnig fyrir þá sem vilja stunda tómstundarskotfimi,

þó svo félagið sé fyrst og fremst íþróttafélag og starfsemi félagsins gengur að mestu útá að tryggja góða aðstöðu fyrir okkar íþróttafólk. Aðstaða félagsins er einnig hugsuð fyrir alla þá sem vilja og áhuga hafa á að stunda skotfimi hverskonar, æfingar fyrir veiðar osfv. Utanfélagsmenn eru velkomnir á svæðið og þurfa þeir einungis að greiða æfingagjöld í samræmi við gjaldskrá. Opið var í gær á Álfsnesi, 3. jan, og var mikil umferð á svæðinu bæði á haglavöllum og riffilskýli. Um miðjan dag var skotskýlið nær fullnýtt, en alls 16 skotborð voru í notkun af 18. Mjög gott veður var til skotiðkunnar, nær því logn og smá væta í þokunni.
AddThis Social Bookmark Button