Opinn íbúafundur um Álfsnes Skoða sem PDF skjal
Miðvikudagur, 27. mars 2024 10:45

alfsnes allirSkotæfingasvæðið á Álfsnesi. Breyting á aðalskipulagi Reykjavíkur 2040.

Opinn íbúafundur í Klébergsskóla miðvikudaginn 10. apríl kl. 17.30

Á fundinum verður kynnt tillaga að breytingu á aðalskiplagi varðandi skotæfingasvæðið og framtíð svæðisins rædd.

Markmið breytingar er að skapa skilyrði fyrir starfsemi skotfélaganna sem nú er til staðar á svæðinu, til skemmri tíma litið, meðan unnið er að því að finna framtíðarsvæði fyrir skotíþróttir á höfuðborgarsvæðinu.

Umrædd breytingartillaga er nú í auglýsingu (sjá www.skipulagsgatt.is) og hefur frestur til þess að gera athugasemdir verið framlengdur til 18. apríl nk.

AddThis Social Bookmark Button