Ellert Aðalsteinsson sigraði í dag Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 10. júní 2012 17:41

Á landsmóti STÍ í skeet, sem haldið var á svæði Skotfélags Reykjavíkur um helgina, sigraði Ellert Aðalsteinsson úr Skotfélagi Reykjavíkur með 129 stig (108+21) eftir jafna keppni við liðsfélaga sinn úr SR, Stefán G. Örlygsson, sem varð annar með 128 stig (106+22). Í þriðja sæti varð svo Jakob Þ.Leifsson úr SÍH með 125 stig (104+21/4) eftir bráðabana við félaga sinn úr SÍH, Pétur Gunnarsson sem var með 125 stig (106+19/3). Í fimmta sæti varð Sigurður J.Sigurðsson úr SÍH með 124 stig (102+22) og í sjötta sæti Guðmundur Pálsson úr SR með 118 stig (99+19). Í unglingaflokki sigraði Sigurður Unnar Hauksson úr Skotfélagi Húsavíkur með 94 stig. Í Öldungaflokki sigraði Gunnar Sigurðsson úr SR.  Í liðakeppninni sigraði A-sveit Skotfélags Reykjavíkur á 311 stigum með þá Stefán G.Örlygsson, Ellert Aðalsteinsson og Örn Valdimarsson innanborðs. Myndir frá mótinu eru að birtast hérna.

skeet sr landsmot 9 10 juni 2012 urslitgkg_3455   gkg_3454  gkg_3438 gkg_3448 gkg_3414

AddThis Social Bookmark Button