Örn Reykjavíkurmeistari og nýtt Íslandsmet hjá Sigurþóri í dag Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 30. ágúst 2009 19:01
Örn Valdimarsson varð Reykjavíkurmeistari í Skeet í dag á 112 + 21. Á Reykjavik Open í sigraði aftur á móti Sigurþór Jóhannesson úr SÍH í A-flokki á nýjum Íslandsmetum, 119 stig fyrir úrslit og síðan skaut hann 23 dúfur í úrslitunum og bætti þar með eldra met sitt um 2 stig. Í B-flokki sigraði Hörður S.Sigurðsson úr SÍH með 97+16 stig. Úrslit mótsins eru hérna og svo eru komnar myndir hérna.
AddThis Social Bookmark Button