Hlað-Norma Riffilmótinu lokið Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 26. júlí 2009 18:46
Riffilmóti Hlað og Norma sem haldið var á Álfsnesi  í dag er lokið. - ÚRSLIT
Sigurvegari varð Eiríkur Björnsson með 175 stig af 200 mögulegum. Annar varð Arnfinnur Jónsson með 171 stig (5x-tíur) og Hjörleifur Hilmarsson þriðji, einnig með 171 stig en með 4x-tíur. Fjórði varð Bragi Þór Jónsson einnig með 171 stig en með færri tíur en hinir. Eiríkur Jónsson átti bestu skífuna en hann fékk fullt hús á 300 metra færinu, 100 stig. Skotið var 10 skotum á 100 metra færi standandi og svo 10 skotum á 300 metra færi af borði. Eingöngu mátti nota NORMA verksmiðjuskot í cal. 6,5x55 og .308WIN. Menn höfðu 15 mínútur til að skjóta hverjum 10 skotum. Alls tók 21 keppandi þátt að þessu sinni. Myndir frá mótinu eru komnar hérna.
AddThis Social Bookmark Button