Ásgeir Sigurgeirsson SR stimplar sig inn meðal fremstu skotmanna í heiminum ! Skoða sem PDF skjal
Þriðjudagur, 19. maí 2009 12:31

 

Heimsbikarmótið í Munchen í dag. Ásgeir Sigurgeirsson úr SR lenti í 20.sæti af 94 með 580 stig.
Ásgeir vantaði aðeins þrjú stig í úrslitin en hann var aðeins einu stigi frá íslandsmetinu sem hann sjálfur á. Þar með er Ásgeir komin í fremstu röð skotmanna í heiminum í loftskammbyssu. Skotmenn okkar í Skeet hófu keppni í dag. Heimasíða STÍ fylgist með úrslitum jafnóðum og þau berast. Þeir sem keppa í Skeet eru, Örn Valdimarsson SR, Sigurþór Jóhannesson SÍH og Hákon Þ. Svavarsson SFS.

 

AddThis Social Bookmark Button