HM í Suður Kóreu er lokið Skoða sem PDF skjal
Föstudagur, 14. september 2018 07:30

Heimsmeistaramótinu í skotfimi, sem haldið var í Changwon í Suður Kóreu er nú lokið. Hér kemur samantekt frétta af mótinu frá STÍ.

14.09.18: Skeet-keppni karla á Heimsmeistaramótinu í S-Kóreu er nú lokið. Alls voru 111 keppendur mættir til leiks og stóðu okkar menn sig ágætlega. Efstur íslensku keppendanna varð Hákon Þór Svavarsson í 37.sæti með 119 stig (22-25-24-24-24), Guðlaugur Bragi Magnússon í 92.sæti með 111 stig (21-21-24-23-22) og Stefán Gísli Örlygsson í 96.sæti með 111 stig (24-23-23-20-21). Í liðakeppninni urðu þeir í 22.sæti en 27 lið voru skráð til leiks.

09.09.18: Jón Þór Sigurðsson keppti í 300 metra riffilkeppninni á HM í S-Kóreu í nótt og hafnaði hann í 20.sæti í sínum riðli en komst ekki áfram í aðalkeppnina. Skorið hjá honum var 568 stig og 15x (98-94-97-94-94-91).

06.09.18: Ásgeir Sigurgeirsson lauk keppni í loftskammbyssu á HM í Kóreu í 25. sæti af 117 keppendum. Hann lenti í smá basli í byrjun en sýndi mikinn karakter og kláraði á fínu skori 577 með 17 innri tíum (94-95-95-96-98-99)

05.09.18: Bára Einarsdóttir var að ljúka keppni á HM í Kóreu í 50 metra liggjandi riffli og hafnaði hún í 36.sæti í aðalkeppninni með 616,1 stig (102,3-103,0-101,7-102,3-103,5-103,3) Íslandsmet hennar, sem hún setti í vor, er 617,8 stig, þannig að hún var nálægt sínu besta.

04.09.18: Heimsmeistaramótið í skotfimi stendur nú yfir í Suður Kóreu. Okkar keppendur hófu keppni í dag. Ásgeir Sigurgeirsson keppti í frjálsri skammbyssu og hafnaði í 58.sæti með 531 stig. Jórunn Harðardóttir keppti í loftskammbyssu og endaði í 97.sæti með 540 stig. Jón Þór Sigurðsson keppti í liggjandi keppni í riffli á 50 metra færi og hafnaði í 80.sæti með 613,6. Bára Einarsdóttir keppti einnig í riffli á 50 metra færi og hafnaði í 57.sæti með 612,5 stig og komst uppúr undanriðlinum. Hún keppir svo í aðalkeppninni á morgun. Allir Íslendingarnir voru töluvert frá sínum besta árangri.

AddThis Social Bookmark Button