Snjólaug M.Jónsdóttir bikarmeistari STÍ 2017 Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 19. ágúst 2017 21:27

2017 rekopenday12017rekbikmlidkv2017bikmeikv1232017mavrek1867Snjólaug M. Jónsdóttir úr skotfélaginu Markviss á Blönduósi varð í dag Bikarmeistari STÍ í haglabyssugeininni Skeet. Hún háði harða keppni við Dagnýju H.Hinriksdóttur úr Skotfélagi Reykjavíkur í úrslitunum og hafði að lokum nauman sigur.

Sveit Skotfélags Reykjavíkur bætti eigið Íslandsmet um heil 10 stig en sveitina skipa þær Dagný H. Hinriksdóttir, Þórey I. Helgadóttir og Eva Ósk Skaftadóttir.

Keppni í karlaflokki heldur áfram á morgun og eins keppni í A og B flokkum. Reikna má með að úrslit hefjist uppúr kl. 15:00 en úrslit verða haldin í Bikarmótinu, A, og B flokki. Eftir fyrri daginn þá leiðir Hákon Þ. Svavarsson í A-flokki og Dagný H. Hinriksdóttir í B-flokki. Snjólaug M.Jónsdóttir afhenti mótsstjóranum Erni Valdimarssyni skjöld til vegna 150 ára afmælis Skotfélags Reykjavíkur í ár. Við þökkum Markviss á Blönduósi kærlega fyrir á þessum tímamótum.

AddThis Social Bookmark Button