Laugardagur, 04. apríl 2009 18:48 |
Á Íslandsmótinu í Staðlaðri skammbyssu í dag unnu okkar keppnisfólk öll gullverðlaunin. Karl Kristinsson í karlaflokki, í liðakeppninni fengum við líka gullið með þá Karl, Jón Árna Þórisson og Sigurð Sigurðsson innaborðs og svo í kvennaflokki varð Jórunn Harðardóttir Íslandsmeistari. Frábær árangur, hamingjuóskir til ykkar allra. Mótaúrslitin eru inná STÍ síðunni.
|