Ásgeir var að landa gulli í Lúxemburg í dag Skoða sem PDF skjal
Föstudagur, 16. desember 2016 19:25

2016 riac day2 1232016 riac off venueÁsgeir Sigurgeirsson var að sigra á RIAC-mótinu í Lúxemburg í loftskammbyssu á nýju Íslandsmeti í final, 240,4 en hann hafði sett nýtt met í gær í sömu grein 238,2 stig þar sem hann hlaut silfrið. Í undankeppninni var hann með 574 stig en í úrslitum byrja allir á núlli. Hann keppir svo á þriðja mótinu á morgun. Jórunn Harðardóttir hafnaði í 21.sæti í dag með 361 stig sem er nokkuð frá hennar besta árangri.

AddThis Social Bookmark Button