Úrslit á RIG 2016 í dag Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 23. janúar 2016 17:45

2106rigiriseva2106rigap401232106rigap601232106rigniels2106rigar601232106rigar40123a2016rigskot23janKeppni í skotfimi á Reykjavíkurleikunum var að ljúka. Í loftskammbyssu karla sigraði Ásgeir Sigurgeirsson úr Skotfélagi Reykjavíkur með 571 stig. Í öðru sæti varð Thomas Viderö úr Skotíþróttafélagi Kópavogs með 562 stig og í þriðja sæti Niels Dalhof Andersen frá Danmörku með 539 stig. Í loftskammbyssu kvenna sigraði Jórunn Harðardóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur með 362 stig, í öðru sæti varð Bára Einarsdóttir úr Skotíþróttafélagi Kópavogs með 349 stig og þriðja varð Guðrún Hafberg úr Skotíþróttafélagi Kópavogs með 329 stig.

Í loftriffli karla sigraði Guðmundur Helgi Christensen úr Skotfélagi Reykjavíkur með 578,6 stig, í öðru sæti varð Theódór Kjartansson úr Skotdeild Keflavíkur með 560,2 stig og þriðji varð Sigfús Tryggvi Blumenstein úr Skotfélagi Reykjavíkur með 527,0 stig. Í loftriffli kvenna sigraði Íris Eva Einarsdóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur með 397,1 stig, í öðru sæti varð Jórunn Harðardóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur með 394,5 stig og þriðja varð Bára Einarsdóttir úr Skotíþróttafélagi Kópavogs með 358,6 stig.

Í loftriffilkeppninni setti Kvennasveit Skotfélags Reykjavíkur nýtt Íslandsmet með 1.056,5 stig en í sveitinni eru ásamt Írisi og Jórunni, Dagný H. Hinriksdóttir. Sveit Skotíþróttafélags Kópavogs setti nýtt Kópavogsmet 803,7 stig í sömu grein en þá sveit skipuðu þær Bára og Guðrún ásamt Maríu Clausen.

Keppnisstjórn valdi síðan Ásgeir Sigurgeirsson sem skotkarl RIG 2016 og Jórunni Harðardóttur sem skotkonu RIG 2016.

Slatti af myndum að koma hérna

AddThis Social Bookmark Button