Áramótin voru haldin í dag á Álfsnesi Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 02. janúar 2016 17:20

2016aramotriffill2jan.jpg 12016aramotskeet2jan.jpg 12016aramotskeet2janurslit2016aramotriffill2janurslitÁramótin voru haldin á svæði félagsins á Álfsnesi í dag. Kalt var í veðri og gekk á með éljum þegar leið á keppnina. Í riffilkeppnina mættu 7 keppendur til leiks. Skotin voru 10 skot á 100 og 200 metra færi. Hilmir Valsson sigraði með 196 stig, annar varð Hugi G-Hilmisson með 191 stig og í þriðja sæti varð Finnur Steingrímsson með 184 stig.

Í Skeet-keppnina mættu 16 keppendur. Keppt var eftir nýju fyrirkomulag með forgjöf. Hún virkar þannig að flokkakerfi STÍ er notað til útreiknings og er meistaraflokkur með 0 í forgjöf, 1.flokkur með 1 stig á hring, 2.flokkur með 2 stig á hring, 3 flokkur með 3 stig og 0.flokkur með 4 stig. Þar sem skotnir voru 3 hringir margfaldast þessi forgjöf með þremur. Sigurvegari varð Karl F. Karlsson með 63 stig, Hörður S.Sigurðsson varð annar með 61 stig og í þriðja sæti varð Örn Valdimarsson með 59 stig. 

Eiithvað er af myndum hérna og líka hér.

AddThis Social Bookmark Button