SR liðið vann sveitakeppnina og Grétar einstaklings Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 03. maí 2015 17:00

2015skeetsr23mai2015skeet3mai1232015skeet3mailid2015skeet3maiflokkarÁ Landsmótinu á Álfsnesi í dag, sigraði Grétar Mar Axelsson úr SA í karlaflokki eftir úrslitaviðureign við Örn Valdimarsson úr SR. Bronsverðlaunin hlaut Sigurður Unnar Hauksson úr SR eftir viðureign við Guðlaug Braga Magnússon úr SA. í 5.sæti varð Hákon Þ. Svavarsson úr SFS og í 6.sæti varð Stefán Gísli Örlygsson úr SKA. Í liðakeppninni sigraði sveit Sktfélags Reykjavíkur með 317 stig en hana skipuðu þeir Örn Valdimarsson, Sigurður U. Hauksson og Kjartan Ö. Kjartansson. Í öðru sæti varð sveit Skotfélags AKureyrar með 301 stig með innanborðs þá Grétar M. Axelsson, Guðlaug B. Magnússon og Sigurð Á. Sigurðsson. Í undankeppninni varð Örn Valdimarsson efstur með 114 stig, annar var Sigurður U. Hauksson með 111 stig og þriðji Guðlaugur B. Magnússon með 108 stig. Myndir frá deginum verða hérna.

AddThis Social Bookmark Button