Fyrsta loftbyssumótið um helgina Skoða sem PDF skjal
Mánudagur, 20. október 2014 11:42

irisriffFyrsta landsmót Skotsambands Íslands í loftgreinum þetta keppnistímabil var haldið í Íþróttahúsinu Digranesi sunnudaginn 19. október. Mikil og góð þátttaka var í mótinu og var ánægjulegt að sjá nokkra nýja keppendur í mótinu en þessir nýju keppendur voru allir í kvennaflokki og stúlknaflokki.
Í loftriffli karla sigraði Guðmundur Helgi Christensen, Skotfélagi Reykjavíkur, með 582,4 stiga skori. Theódór Kjartansson, Skotdeild Keflavíkur varð annar með 541,2 sig og Þorsteinn Bjarnarson, Skotfélagi Reykjavíkur, varð þriði með 464,3 stig.
Í kvennaflokki loftriffilsins voru tveir keppendur, báðir úr Skotfélagi Reykjavík. Þar hafði Íris Eva Einarsdóttir betur en formaður sinn, Jórunn Harðardóttir, Íris Eva skoraði 407,3 stig en Jórunn 384.3 stig.
Í loftskammbyssu karla var það íslandsmethafinn Ásgeir Sigurgeirsson, Skotfélagi Reykjavíkur, sem sigraði með 577 stigum, 12 stigum frá íslandsmeti sínu, nýstiginn upp úr flensu. Thomas Viderö, Skotfélagi Kópavogs, varð annar með 562 stig og Stefán Sigurðsson, einnig úr Skotfélagi Kópavogs vað þriðji með 547 stig.
Skotfélag Kópavogs sigraði í liðakeppninni með 1637 stig en sveitina skipuðu þeir Thomas og Stefán auk Ólafs Egilssonar.
Í loftskammbyssu kvenna sigraði formaður Skotfélags Reykjavíkur, Jórunn Harðardóttir með 366 stig. Bára Einarsdóttir, Skotfélagi Kópavogs, varð önnur með 361 stig og Andrea Ösp Karlsdóttir, einnig úr Skotfélagi Kópavogs, varð þriðja með 335 stig.
Í liðakeppni kvenna sigraði sveit Skotfélags Kópavogs með 1002 stig. Sveitina skipuðu þær Bára, Andrea Ösp og Guðrún Hafberg.
Í unglingaflokki stúlkna sigraði Margrét Þ. Skowronski, Skotfélagi Reykjavíkur, með 234 stig.

AddThis Social Bookmark Button