Nýtt Íslandsmet hjá Ödda í dag !!! Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 06. september 2014 20:38

2014 ornvaldskeet2014 sr lid bikarm akureyri2014 bikarmot skeetÖrn Valdimarsson úr Skotfélagi Reykjavíkur setti í dag nýtt glæsilegt Íslandsmet í Skeet á Bikarmeistaramóti STÍ á Akureyri. Hann skoraði 120 stig af 125 mögulegum (22-24-25-24-25) Hann varð jafnframt Bikarmeistari STÍ en þann titil hlýtur sá skotmaður sem bestum árangri nær yfir keppnistímabilið. Í öðru sæti varð Sigurður J. Sigurðsson úr Skotíþróttafélagi Hafnarfjarðar með 107 stig og Ómar Ö. Jónsson úr Skotfélagi Akureyrar varð þriðji með 106 stig. Í unglingaflokki mætti aðeins einn keppandi að þessu sinni, Sigurður U. Hauksson úr Skotfélagi Reykjavíkur, en hann náði nú samt næstbesta árangri dagsins með 110 stig. Í kvennaflokki sigraði Snjólaug M. Jónsdóttir úr Skotfélaginu Markviss, með 48 stig af 75 mögulegum (16-16-16) sem er jöfnun á Íslandsmeti hennar. Hún varð jafnframt Bikarmeistari STÍ í kvennaflokki. Í öðru sæti varð Dagný H. Hinriksdóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur með 40 stig og í þriðja sæti Helga Jóhannsdóttir úr Skotíþróttafélagi Hafnarfjarðar með 32 stig. Í liðakeppni karla sigraði sveit Skotfélags Reykjavíkur með 333 stig, í öðru sæti varð A-sveit Skotfélags Akureyrar með 303 stig og í þriðja sæti sveit Skotíþróttafélags Hafnarfjarðar með 276 stig./gkg

AddThis Social Bookmark Button