Ásgeir keppti í Þýskalandi um helgina Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 20. október 2013 16:36

asgeir 1umfbundeslig19okt2013Ásgeir Sigurgeirsson lagði af stað frá Keflavík um hádegið á föstudag og átti bókað flug til Kaupmannahafnar og þaðan til Stuttgart. Fluginu til Stuttgart var aflýst þann daginn og ekki farið fyrr en á laugardaginn, en þá var fyrsta mótið sem hann tók þátt í í vetur í Bundesligunni þýsku í loftskammbyssu með 1. deildarliðinu sem hann gekk til liðs við nú í haust, TSV Ötlingen. Hann komst á mótsstað á síðustu stundu en ekki með neinn farangur.... allur búnaðurinn  hans fór eitthvað allt annað. Nú voru góð ráð dýr, hann fékk allt lánað, byssu, gleraugu og skó. Úrslitin fóru svo að Mikec Damir vann með 383 stig en Ásgeir var með 381 stig. TSV Ötlingen tapaði þessari viðureign við SGi Waldenburg  4-1. Seinna mótið fór svo fram í dag og þá var Ásgeir kominn með sinn búnað. Þar keppti hann á móti Vladimar Isakov frá Rússlandi, en Isakov keppir fyrir SGi Waldenburg. Isakov er einn sterkasti skotmaður í heimi í dag og er í 13. sæti heimslistans.  Ásgeir sem er í 32. sæti heimslistans vann sína viðureign með 382 stigum á móti 381 stigi Isakovs. En hins vegar tapaði TSV Ötlingen viðureigninni við SGi Waldenburg 3-2 í dag.

AddThis Social Bookmark Button