Fyrsta konan tekur þátt i íslandsmóti í Benchrest ! Skoða sem PDF skjal
Þriðjudagur, 20. ágúst 2013 19:20
Íslandsmeistaramótið í Benchrest fór fram um sl. helgi. Alls tóku átta keppendur þátt í mótinu við sæmilegar aðstæður, en þó var alls ekki auðvelt að lesa í ytri aðstæður og alls ekki auðvelt að skjóta. Það sem er sérstakt við þetta mót er fyrst og fremst þátttaka Sofíu Bergsdóttur. Fyrsta konan sem tekur þátt í íslandsmeistaramóti í Benchrest,...     ....í karlasportinu sjálfu. Soffía keppti fyrir hönd Skotfélags Reykjavíkur. Nokkrar konur eru að keppa í öðrum greinum Stí, s.s. loftgreinum, haglagreinum og .22 riffilgreinum og skammbyssugreinum).
Það sem vekur fyrst og fremst athygli er árangur Soffíu. Hún endaði í fjórða sæti í mótinu, sem var tveggja daga mót, og er að vinna reynslubolta sem hafa skotið þessa grein í áratugi. Hreint út sagt frábær árangur hjá Soffíu, til hamingju með þetta Soffía...
AddThis Social Bookmark Button