Íslandsmóti í Loftbyssugreinum lokið Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 27. apríl 2013 18:09

2013 web islmeist iris fagn gkg_58532013 web islmeist ungl gkg_58792013 web islmeist 123 skb ka gkg_58712013 web islmeist kvenna gkg_58212013 web islmeist 123 riff ka gkg_58892013 web islmeist 12 riff kv gkg_58812013 web islmeist lid sr gkg_5868

 

2013 web riffill gkg_5845

 

 

 

 

2013 web skammb gkg_5739 2013 loft islmot 2013 web islmeist jorhel gkg_5901

 

 

 

Íslandsmótið í Loftskammbyssu og Loftriffli var haldið í Egilshöllinni í Grafarvogi í dag. Í loftskammbyssu karla varð Ásgeir Sigurgeirsson úr Skotfélagi Reykjavíkur Íslandsmeistari með 575 stig, Thomas Viderö úr Skotfélagi Kópavogs varð í öðru sæti með 550 stig og Karl Kristinsson úr Skotfélagi Reykjavíkur varð þriðji með 540 stig. Oddur E. Arnbergsson varð Íslandsmeistari unglinga með 493 stig. Í kvennaflokki varð Jórunn Harðardóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur Íslandsmeistari með 370 stig, Kristína Sigurðardóttir einnig úr Skotfélagi Reykjavíkur varð önnur með 349 stig og Bára Einarsdóttir úr Skotfélagi Kópavogs varð þriðja með 347 stig. A-sveit Skotfélags Reykjavíkur varð Íslandsmeistari í liðakeppni karla með Ásgeir Sigurgeirsson, Karl Kristinsson og Guðmund Kr. Gíslason innanborðs með 1,652 stig. Önnur varð B-sveit Skotfélags Reykjavíkur með 1,583 stig og A-sveit Skotfélags Kópavogs varð þriðja með 1,579 stig.

Í loftriffli karla varð Guðmundur Helgi Christensen Íslandsmeistari með 592,5 stig, Logi Benediktsson úr Skotfélagi Kópavogs varð annar með 563,9 stig og Þorsteinn B. Bjarnarson úr Skotfélagi Reykjavíkur varð þriðji með 514,2 stig. Í loftriffli kvenna varð Íris Eva Einarsdóttir Íslandsmeistari með 388,5 stig og Jórunn Harðardóttir önnur með 387,2 stig. Þær eru báðar úr Skotfélagi Reykjavíkur.
Að lokinni undankeppninni var keppt í úrslitum með gamla fyrirkomulaginu, þar sem Skotfélag Reykjavíkur hefur ekki yfir að ráða þeim búnaði sem skylt er að nota samkvæmt nýju alþjóðareglunum sem tóku gildi um áramótin. Alls tóku 25 skyttur þátt í mótinu sem tókst í alla staði mjög vel en vonandi verður búið að uppfæra brautarbúnaðinn tímanlega fyrir næsta keppnistímabil sem hefst í október. Nánari úrslit hérna. /gkg

AddThis Social Bookmark Button