Aðalfundur félagsins 2024 Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 16. júní 2024 10:38

stjorn_sr_2024 til 2026

Aðalfundur félagsins var haldinn í Egilshöllinni 12.júní. Formaður flutti skýrslu stjórnar og gjaldkeri skýrði reikninga félagsins. Almennar umræður fóru fram um sorgarsögu svæðamála félagsins á Álfsnesi og framtíðarmöguleika þar. Fram kom að félagið stóð frammi fyrir sömu aðstæðum þegar svæði þess í Grafaholti var lokað árið 2000. Þá var því lokað í átta ár !! Nýtt svæði hafði þá loks fundist eftir ítarlega leit á stór höfuðborgarsvæðinu, Álfsnesið og var það að allra mati eina svæðið sem kæmi til greina undir skotíþróttavelli til framtíðar. Það var svo opnað formlega haustið 2008 og fyrsta SR OPEN haldið með góðum gestum erlendis frá. Nýjustu vísbendingar eru til þess að opnun svæðisins gæti átt sér stað í haust en þá til bráðabirgða í 4 ár eða þar til endanlegt svæði undir starfsemina hefur fundist.

Ný stjórn félagsins er nú þannig skipuð að Jórunn Harðardóttir er formaður, Arnbergur Þorvaldsson varaformaður, Guðmundur Kr Gíslason gjaldkeri, Kjartan Friðriksson ritari, Magni Þ. Mortensen meðstjórnandi og varamenn eru Sigfús Tryggvi Blumenstein og Þorsteinn Bjarnarson.

AddThis Social Bookmark Button