Keppendur félagsins á Kýpur halda uppá daginn með góðum árangri ! Skoða sem PDF skjal
Þriðjudagur, 02. júní 2009 17:00
Alls átta keppendur í skotgreinum keppa fyrir Ísland á Smáþjóðaleikunum á Kýpur, þarf af fimm frá Skotfélagi Reykjavíkur, og halda þau uppá afmælisdag félagsins með glæsibrag. Í haglabyssu-Skeet voru skotnir 3 hringir í dag og er Örn Valdimarsson í 4.sæti með 63 dúfur (21+20+22) og Hákon Þ. Svavarsson með 61 dúfu (21+19+21). Röðin eftir fyrri dag er þannig... að Christoforou frá Kýpur er á 72, Andreou er á 71, Farrugia frá Möltu er á 66, Öddi á 63, Vella frá Möltu og Costa frá San Marino á 62, Hákon á 61 og svo Bucci frá San Marino á 60. Þetta er ansi þéttur hópur og því getur allt gerst á morgun þegar seinni hlutinn fer fram en þá verða skotnar 50 dúfur. Sex efstu fara svo í úrslitin. Í Loftriffli kvenna varð Jórunn í 9.sæti á 370 stigum. Sigurvegari varð Carole Calms frá Lux á 389+100,8 stig. Í Loftriffli karla varð Guðmundur Helgi Christensen í 5.sæti með 544 stig og Arnfinnur Jónsson í 6.sæti með 515 stig. Sigurvegari varð Constantinou frá Kýpur með 576 stig.
AddThis Social Bookmark Button