Ásgeir og Dagný íþróttamenn SR 2021 Skoða sem PDF skjal
Fimmtudagur, 16. desember 2021 14:34

dagny islm 2012   006asgeir 2013 free  017Stjórn félagsins hefur valið eftirtalda sem Skotíþróttamenn félagsins árið 2021:

Í karlaflokki er Ásgeir Sigurgeirsson f.1985 Skotíþróttamaður SR 2021.

Hann tryggði sér keppnisrétt á Ólympíuleikunum í Tókýó 2021 með frábærum árangri á erlendum vettvangi undanfarin ár. Hann hefur sigrað á öllum innlendum mótum í sínum greinum, loftskammbyssu og frjálsri skammbyssu,  svo lengi sem elstu menn muna. Hann er sem stendur í 45.sæti á Heimslistanum og í 25.sæti á Evrópulistanum.

Í kvennaflokki er Dagný Huld Hinriksdóttir f.1979 Skotíþróttamaður SR 2021.

Hún varð Íslandsmeistari í haglabyssugreininni Compak Sporting í sumar og vann einnig til verðlauna á Landsmótum STÍ í þeirri grein. Einnig vann hún til fjölda verðlauna í haglabyssugreininni Skeet. Hún keppti í ár fyrir Íslands hönd á Heimsbikarmótinu á Ítalíu og á Evrópumeistaramótinu í Króatíu, þar sem hún stóð sig með prýði.

AddThis Social Bookmark Button