Hæðarmerking á vestum á Íslandsmótinu í skeet Skoða sem PDF skjal
Þriðjudagur, 07. ágúst 2018 10:55

issfmarkertape01issfmarkertape02Nú er Íslandsmótið í SKEET framundan en það verður haldið á skotvöllum okkar á Álfsnesi 18.-19.ágúst n.k. Yfirdómari mótsins verður á skotsvæðinu dagana 16. og 17.ágúst kl.18-21 og verður með búnaðarskoðun, m.a. mælir hann rétta staðsetningu á hæðarborðanum samkvæmt nýjustu reglum.

Við minnum keppendur á að koma skráningum sínum á mótið til sinna félaga, en félögin safna skráningum saman og senda til STÍ og mótshaldara, SR. Lokafrestur fyrir félögin er að kvöldi þriðjudagsins 14.ágúst.

AddThis Social Bookmark Button