Gleðilegt nýtt ár ! Skoða sem PDF skjal
Mánudagur, 01. janúar 2018 00:04

Stjórn Skotfélags Reykjavíkur, óskar félagsmönnum og velunurum félagsins gleðilegs nýs árs. Á nýju ári koma ný tækirfæri með nýjum væntingum og verkefnum. Stjórn félagsins hvetur konur og karla í félaginu, að koma að margvíslegum verkum á nýju ári. Skrifstofa félagsins er ávallt opin alla virka daga og þangað má senda fyrirspurnir um daglega viðburði i félaginu. Félagið verður aldrei stærra en það, sem hið almenna félagsfólk, leggur af mörkum í allskonar starf og íþróttaviðburði. Stjórnin hvetur félagsfólk, jafnt konur og karla, sem vilja koma að verkefnum félagsins, að hafa samband og taka þátt í nýju og spennandi ári. Gleðilegt ár og takk fyrir samstarfið á liðnu ári. Stjórn SR...

AddThis Social Bookmark Button