RIG leikarnir framundan Skoða sem PDF skjal
Fimmtudagur, 14. janúar 2016 15:46

rig-logo-port-2016Nú líður að Reykjavíkurleikunum RIG 2016 en þeir eru nú haldnir í níunda skipti. Skotfimi kom inn sem keppnisgrein í fyrsta skipti í fyrra. Nú liggur fyrir að keppt verður í loftskammbyssu og loftriffli laugardaginn 23.janúar 2016. Skráning keppenda stendur enn yfir og geta keppendur skráð sig beint til Skotfélags Reykjavíkur með tölvupósti á : Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. Frestur til skráningar er til og með 18.janúar. Keppnisgjaldið er kr. 4,000 Ekki er nauðsynlegt að skrá sig í gegnum félag sitt á þetta mót. Keppt verður í karla og kvennaflokki í báðum greinum. Keppendur fá aðgangspassa sem gildir á allar keppnisgreinar leikanna. Nánar á www.rig.is

AddThis Social Bookmark Button