Aðalfundur félagsins var haldin fimmtudaginn 21. maí... Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 31. maí 2015 15:51

Á aðalfundinum kom það helst fram í skýrslu stjórnar að mestur tími og fjármagn hefur farið í að undirbúa Smáþjóðaleikana, sem fram fara dagana 1. til 6. júni. Stjórn félagsins er óbreytt frá fyrra aðalfundi - og samþykkt var að hækka árgjaldið í 20þúsund, en árgjaldið hefur verið óbreytt í uþb 14 ár. Fram kom í skýrslu stjórnar að eftir Smáþjóðaleikana verður farið í áframhaldandi framkvæmdir á riffil- og haglasvæði félagsin. M.a. er stefnt á að koma upp Sporting og Nordisk Trap og lagfæra ýmsa hluti á riffilvellinum, m.a. að kom upp ljósabúnaði á 100 metra battanum. Verið er að senda út félagsgjöldin þessa dagana og vonar stjórn félagsins að vel verði tekið í þessa hækkun félagsgjalda, enda næg verkefni framundan - eins og áður sagði á útsvæðinu á Álfsnesinu, sem þarf að fjármagna. Rétta er að minna á - að allar þær frakvæmdir sem farið hafa fram vegna Smáþjóðaleikana munu nýtast félagsmönnum til framtíðar í nýjum og bættum búnaði ásamt aðstöðunni sem hefur fengið andlitslyftingu undanfarið.

AddThis Social Bookmark Button