Jórunn inná Evrópulistann Skoða sem PDF skjal
Miðvikudagur, 01. apríl 2015 15:01

jorunn_hardardottirmyndUppfærður styrkleikalisti Skotsambands Evrópu var að birtast. Þar er ánægjulegt að sjá íslenska konu í fyrsta skipti inná skammbyssulistanum. Það er Jórunn Harðardóttir sem fer inn í 75.sæti, eftir góðan árangur á Evrópumeistaramótinu í Hollandi í síðasta mánuði í loftskammbyssu. Aðrir íslenskir afreksmenn sem eru inná listanum eru Hákon Þ.Svavarsson og Sigurður U. Hauksson í haglabyssu, Íris E.Einarsdóttir í loftriffli og svo Ásgeir Sigurgeirsson í loftskammbyssu sem og frjálsri skammbyssu.

AddThis Social Bookmark Button