Sigurður Unnar sigraði á Akranesmótinu í dag Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 12. júlí 2014 21:38

2014 akranes open skeetÁ Akranes Open mótinu í skeet, sem haldið var á velli Skotfélags Akraness um helgina sigraði Sigurður Unnar Hauksson úr SR með 110 stig, Stefán G. Örlygsson úr SKA varð annar með 108 stig og Örn Valdimarsson úr SR þriðji með 107 stig. Í B-úrslitum sigraði Kjartan Ö. Kjartansson með 95 stig, Karl F. Karlsson varð annar með 91 stig og Gunnar Sigurðsson varð þriðji með 87 stig en þeir koma allir frá SR. Í kvennaflokki sigraði Dagný H. Hinriksdóttir með 55 stig og Eva Ósk Skaftadóttir varð önnur með 54 stig en báðar koma þær úr SR.

AddThis Social Bookmark Button