Metþátttaka á Íslandsmótinu í Staðlaðri skammbyssu Skoða sem PDF skjal
Miðvikudagur, 19. mars 2014 10:18

Metþátttaka er á Íslandsmótinu í Staðlaðri skammbyssu sem fram fer í Egilshöllinni á laugardaginn. 27 keppendur eru skráðir til leiks frá fjórum félögum. Skotfélag Reykjavíkur er með 12 keppendur, Skotfélag Kópavogs með 9, Skotfélag Akureyrar með 5 og Skotdeild keflavíkur með 1 keppanda. Vegna þessa mikla fjölda mun fyrsti riðill hefjast kl. 09:00 og er gert ráð fyrir 1 klst og 15 mínútum á hvern riðil. Mótagjaldið er kr. 3,500 á Íslandsmótinu. Riðlaskiptingin er komin hérna. Keppnisæfing er kl.18-20 á föstudaginn   /gkg

AddThis Social Bookmark Button