Ásgeir á mót í Hollandi Skoða sem PDF skjal
Þriðjudagur, 03. febrúar 2009 08:14
Loftskammbyssuskyttan okkar, Ásgeir Sigurgeirsson, hélt utan í morgun  til keppni í Haag í Hollandi. Mótið nefnist Intershoot og er keppt þrjá daga í röð, 5. 6. og 7.febrúar. Margir af bestu skotmönnum heims eru meðal keppenda. Mótið er mjög hentugt sem æfingamót fyrir Evrópumeistaramótið sem haldið verður í Prag seinna í mánuðinum. Formaður Skotíþróttasambandsins, Halldór Axelsson, er með honum í för. Við munum birta fréttir af mótinu um leið og þær berast.
AddThis Social Bookmark Button