Landsmót UMFÍ á Selfossi 4.-7.júlí 2013 Skoða sem PDF skjal
Fimmtudagur, 23. maí 2013 16:11
umfi_selfossi_2013 27. Landsmót UMFÍ á Selfossi 4.-7. júlí Fyrstu helgina í  júlí verður 27. Landsmót UMFÍ haldið á Selfossi.
Undirbúningur vegna mótsins hefur staðið yfir í langan tíma og stefnir Héraðssambandið Skarphéðinn á að halda glæsilegt mót. Mikil og metnaðarfull uppbygging íþróttamannvirkja hefur orðið á Selfossi á undanförnum árum og er óhætt að segja að sú aðstaða sem verður í boði fyrir keppendur á þessu móti sé ein sú besta á landinu. Sveitarfélagið Árborg hefur unnið ötullega að þessari uppbyggingu og lagt sitt á vogarskálarnar til að gera mótið sem glæsilegast.
Landsmótin hafa í gegnum tíðina verið glæsilegar íþróttahátíðir og keppnisgreinar margar, bæði hefðbundnar og óhefðbundnar. Á síðasta Landsmóti, sem haldið var 2009, voru keppendur um tvö þúsund og gert er ráð fyrir svipuðum fjölda á Selfossi í ár. Mótunum fylgir jafnan sérstök stemning, en þar hittast ungir sem aldnir og taka þátt í keppni mótsins, rifja upp gamlar og góðar minningar úr starfinu og af fyrri Landsmótum. Alls verða keppnisgreinar á Landsmótinu á Selfossi 25 talsins. Keppt er í einum aldursflokki í karla- og kvennagreinum. Landsmótið hefst fimmtudaginn 4. júlí með keppni í nokkrum íþróttagreinum. Íþróttakeppnin, sem er uppistaða mótsins, heldur síðan áfram á föstudegi, en aðalþungi keppninnar verður á laugardag og sunnudag. Mótssetning verður á Selfossvelli föstudagskvöldið 5. júlí og hefst kl. 21. Mótsslit verða upp úr miðjum sunnudegi. Ýmsir áhugaverðir viðburðir fyrir utan sjálfa íþróttakeppnina verða á Selfossi þessa daga, fyrir börn og fullorðna. Það er því tilvalið að heimsækja Selfoss 4.–7. júlí og upplifa þessa stemningu. Bærinn mun iða af lífi frá morgni til kvölds og skarta sínu fegursta.
Tímarammi:       Fimmtudagur kl. 12 – 19 ( Skeet )
Föstudagur kl. 10 – 17 ( Skeet )
Laugardagur kl. 10 – 14 ( Enskur Riffill 50m )
Sunnudagur kl. 10 – 14 ( Loftskambyssa /Loftriffill
reiðhöll við Brávelli)
Keppnisform:
Opinn flokkur. Einstaklingskeppni þar sem heimilt er að senda 4 keppendur í hverja keppnisgrein.
Keppnisreglur:

Stig: 1. sæti gefur 10 stig í hverri grein. Tíu fyrstu einstaklingar í hverri
grein hljóta stig sem hér segir: 1.sæti = 10 stig, 2.sæti = 9 stig, 3.sæti = 8
stig, 4.sæti = 7 stig, 5.sæti = 6 stig, 6.sæti = 5 stig, 7.sæti = 4 stig, 8.sæti
= 3 stig , 9.sæti = 2 stig og 10.sæti = 1 stig.
Þátttökuréttur:
Þeir einir hafa rétt til keppni sem eru félagar í ungmennafélagi eða í íþróttafélagi og uppfylla skilyrði viðkomandi sérsambands til keppni með félagi í ákveðinni íþróttagrein þar sem það á við. Keppnislið skulu vera sambandsaðilar UMFÍ og íþróttabandalög. Íþróttabandalög njóta sömu réttinda og bera sömu skyldur og sambandsaðilar UMFÍ. Senda má hámark 4 keppendur í hverja einstaklingsgrein og eina sveit í boðsund, boðhlaup og eitt lið í liðakeppni. Hver keppandi má keppa í hámark 5 einstaklings-greinum og tveimur boðgreinum í viðkomandi íþróttagrein.
 
 
 
AddThis Social Bookmark Button