Skoða sem PDF skjal

Nokkrar upplýsingar um loftbyssugreinarnar hjá SR

Vinsamlega kynnið ykkur Öryggisreglur um meðferð skotvopna á æfingasvæðum SR Hverjum þeim sem með skotvopn fara á æfingasvæðum félagsins er skylt að hlýta reglum félagsins !

Aldurtakmark á æfingum hjá SR er 15 ár samkvæmt vopnalögum !  Unglingur  yngri en 18 ára þarf skriflegt leyfi foreldris / forráðamanns til að stunda æfingar hjá Skotfélagi Reykjavíkur.  Ný reglugerð frá sept. 2003 heimilar unglingum 15 ára og eldri að stunda æfingar hjá Skotfélagi Reykjavíkur. Unglingur keppir í unglingaflokki þar til á því almanaksári sem hann verður 21 árs samkvæmt reglum ISSF. unglingaleyfi fæst hér

Félagið er með keppnis-loftskammbyssur og keppnis-loftriffla fyrir unglinga 15 ára og eldri til æfinga og keppni. 

Fyrsti Íslandsmeistari unglinga í Loftskammbyssu, Ásgeir Sigurgeirsson SR.
Unglingar 15 ára og eldri hafa nú rétt til iðkunnar skotíþrótta á Íslandi já viðurkendum skotíþróttafélögum. Skotfélag Reykjavíkur verður með sérstakar æfingar fyrir byrjendur í Egilshöll þar sem lögð verður áhersla á kennslu í loftriffil-greininni fyrir unglinga.

Upplýsingar um dagssetningu landsmóta er að finna í mótaskrá.  Upplýsingar um skráningu í mót fást á æfingarstað.

Keppni í Lofskammbyssu - helstu upplýsingar og búnaður:

Keppt er í loftskammbyssu á Ólympíuleikum, heimsmeistaramótum, Evrópumótum, norðurlandamótum og smáþjóðaleikum. Hér heima er keppt í greinini reglulega á mótum Skotíþróttasambands Íslands og einnig félagsmótum einstakra skotfélaga.

Leyfi fyrir eigin loftskammbyssu er miðað við 20 ára aldur. Unglingar sem náð hafa 16 ára aldri geta æft á vegum íþróttafélaga eins og Skotfélagi Reykjavíkur.

Lögleg byssa til keppni er kolsýrubyssa eða þrýstiloftsbyssa cal .177 (4,5mm), sem eru yfirleitt sérhannaðar keppnisbyssur. Heildarþyngd byssunar má ekki vega meira en 1500gr og gikkátak má ekki vera minna en 500gr. Byssan þarf að rúmast í kassa sem er 420x200x50mm.

Búnaður til keppni er venjulega sérstök skotgleraugu, heyrnahlífar og oft sérstakar skothúfur. Skífur eru til staðar á mótsstað í keppni, en við æfingar þarf skotmaður að kaupa sínar eigin skífur sem kosta u.þ.b. 5kr. stk. Á  æfingum er oftast skotið 10 - 20skotum á hverja skífu. Skotum er venjulega pakkað í 500 stykkja dósir og kosta þær um 700kr hver dós.

Í keppni er skotið einu skoti á hverja skífu, alls 60skotum og er skottími samanlagt 105mín. með æfingaskotum. Æfingaskot eru innifalin í skottíma, en hver keppandi fær ótakmarkaðan fjölda æfingaskota sem hann verður að ljúka í upphafi keppni. Eftir að keppandi hefur hafið keppni og skotið á fyrstu keppnis-skífuna, má hann ekki skjóta fleiri æfingaskotum. Hvert skot gefur mest 10stig í keppni og minnst 0stig. Átta efstu keppendur, eftir 60skota keppni, keppa til úrslita í "finale" þar sem mest er hægt að skora 10,9stig í einu skoti. Í karlaflokki er skotið 60skotum en konur skjóta 40skotum á 75mín., en að öðru leiti er keppni kvenna og karla eins.

Ítarlegri upplýsingar um loftbyssugreinar er að finna á heimasíðu Alþjóða Skotsambandsins: ISSF  og á æfingum SR.

Verið velkomin á æfingar hjá Skotfélagi Reykjavíkur.

AddThis Social Bookmark Button
 
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing