Íslandsmótinu í Compak Sporting lokið Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 18. ágúst 2019 19:21

2019 islmcompakkarlar2019 islmcompakkonur2019 islmcompakungl2019 islmot compaksport 1718agustÍslandsmótið í haglabyssugreininni Compak Sporting fór fram á skotsvæði Skotfélags Reykjavíkur á Álfsnesi um helgina. Í karlaflokki varð Ævar Sveinn Ævarsson úr Skotíþróttafélagi Hafnarfjarðar Íslandsmeistari með 181 stig, annar varð Gunnar Þór Þórarnarson úr Skotfélagi Akureyrar með 177 stig og þriðji varð Stefán Gaukur Rafnsson úr Skotfélagi Akureyrar með 176 stig. Í kvennaflokki varð Ingibjörg Andrea Bergþórsdóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur Íslandsmeistari með 154 stig, önnur varð Þórey Inga Helgadóttir með 144 stig og þriðja varð Snjólaug María Jónsdóttir úr Skotfélaginu Markviss með 132 stig. Íslandsmeistari unglinga varð Felix Jónsson úr Skotfélagi Reykjavíkur með 144 stig.

AddThis Social Bookmark Button
 
Staðan á Íslandsmótinu í Compak Sporting eftir fyrri daginn Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 17. ágúst 2019 17:39

2019 islandsmot compak dagur1Staðan eftir fyrri daginn er þannig að í karlaflokki er Ævar Sveinn Sveinsson efstur með 97 stig, annar er Stefán Gaukur Rafnsson og jafnir í 3.sæti með 90 stig eru Jóhann V.Ævarsson og Gunnar Þór Þórarnarson. Í kvennaflokki eru þær jafnar með 72 stig Ingibjörg Andrea Bergþórsdóttir og Þórey Inga Helgadóttir, en í þriðja sæti með 67 stig er Líf Katla Angelica. Veðrið setti smástrik í reikninginn en hægur Álfsnesandvari, um 20 m/sek+, var í dag en sólskin og hlýtt.

AddThis Social Bookmark Button
 
Sigurður Unnar og liðið okkar Íslandsmeistari í skeet Skoða sem PDF skjal
Fimmtudagur, 15. ágúst 2019 08:24

2019 skeet islmot urslitÍslandsmeistaramótið í haglabyssugreininni Skeet fór fram um helgina á Akureyri. Í karlaflokki sigraði Sigurður Unnar Hauksson úr Skotfélagi Reykjavíkur eftir bráðabana við Stefán Gísla Örlygsson úr Skotfélagi Akraness en báðir voru þeir með 52 stig í finalnum. Í þriðja sæti varð Guðlaugur Bragi Magnússon úr Skotfélagi Akureyrar. Í unglingaflokki varð Daníel Logi Heiðarsson úr Skotfélagi Akureyrar Íslandsmeistari.

Í liðakeppninni varð lið Skotfélags Reykjavíkur Íslandsmeistari en sveitina skipuðu Sigurður Unnar Hauksson, Pétur Tyrfingur Gunnarsson og Þorgeir Már Þorgeirsson. Í öðru sæti varð sveit Skotfélags Akureyrar skipuð Guðlaugi Braga Magnússyni, Sigurði Áka Sigurðssyni og Daníel Loga Heiðarssyni. Í þriðja sæti varð svo sveit Skotíþróttafélags Suðurlands.

Í kvennaflokki sigraði Snjólaug María Jónsdóttir úr Skotfélaginu Markviss, önnur varð Helga Jóhannsdóttir úr Skotíþróttafélagi Suðurlands og í þriðja sæti Þórey Inga Helgadóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur. Nánari úrslit má finna á úrslitasíðu Skotíþróttasambands Íslands.

AddThis Social Bookmark Button
 
LOKAÐ á Álfsnesi á fimmtudaginn Skoða sem PDF skjal
Þriðjudagur, 13. ágúst 2019 22:19

LOKAÐ verður á svæði félagsins á Álfsnesi á fimmtudaginn 15.ágúst

AddThis Social Bookmark Button
 
Íslandsmótið í Compak Sporting um næstu helgi Skoða sem PDF skjal
Þriðjudagur, 13. ágúst 2019 11:46

2019 compk kepplisti2019 compk timaplanÍslandsmótið í Compak Sporting fer fram um helgina á svæði okkar í Álfsnesi. Skráðir keppendur eru 39 talsins. Keppnisæfing er kl. 14-21 á föstudag.

AddThis Social Bookmark Button
 
Landsmót í Compak Sporting um helgina Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 28. júlí 2019 20:43

2019 lmot compak sa 28juli2019 lmotsacompak28jul kakv1232019 landsmot compak ak 28jul sr kepp1Landsmót STÍ í haglabyssugreininni Compak Sporting var haldið á Akureyri um helgina. Í karlaflokki sigraði Ellert Aðalsteinsson úr Skotfélagi Akraness með 189 stig af 200 mögulegum. Í öðru sæti varð Jón Valgeirsson úr Skotfélagi Reykjavíkur einnig með 189 stig og í þriðja sæti hafnaði Gunnar Gunnarsson úr Skotfélagi Reykjavíkur með 184 stig. Í kvennaflokki sigraði Ingibjörg A. Bergþórsdóttir með 171 stig, Snjólaug M. Jónsdóttir úr Skotfélaginu Markviss varð önnur með 165 stig og Dagný H. Hinriksdóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur þriðja með 157 stig.

AddThis Social Bookmark Button
 
<< Fyrsta < Fyrri 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 Næsta > Síðasta >>

Síða 11 af 245

Á Döfinni

Auglýsing
Álfsnes - leiðarvísir
Auglýsing
Álfsnes - Skotsvæði
Auglýsing
Egilshöll - 50m salur
Auglýsing
Egilshöll - Loftbrautir
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing