Ásgeir sigraði á Smáþjóðaleikunum í Svartfjallalandi Skoða sem PDF skjal
Fimmtudagur, 30. maí 2019 12:18

Ásgeir Sigurgeirsson sigraði í loftskammbyssu karla á Smáþjóðaleikunum í Svartfjallalandi. Hann endaði með 234,9 stig, annar varð Boris Jeremenko frá Monaco með 231,4 stig og í þriðja sæti Jean Marie Cirelli frá Luxemburg með 212,4 stig. Ívar Ragnarsson stóð sig með prýði og endaði í 5.sæti með 169,8 stig.

AddThis Social Bookmark Button
 
Landsmóti STÍ í Þorlákshöfn lokið Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 26. maí 2019 20:21

sti mariaogstefan26mai2019Landsmót STÍ fór fram á velli Skotíþróttafélags Suðurlands um helgina. Í skeet keppni karla sigraði Stefán Gísli Örlygsson úr Skotfélagi Akraness með 53 stig (116) annar varð Hákon Þ. Svavarsson  úr Skotíþróttafélagi Suðurlands með 52 stig (118), og í þriðja sæti varð Guðlaugur Bragi Magnússon  frá Skotfélagi Akureyrar með 41 stig (118).

Tveir keppendur mættu í unglingaflokki, og var það Daníel Logi Heiðarsson frá Skotfélagi Akureyrar í fyrsta sæti en skor hans var 87 dúfur og í öðru sæti varð Ágúst Ingi Davíðsson frá Skotíþróttafélagi Suðurlands, en skor hanns var 86 dúfur.

Í kvennakeppninni sigraði María Rós Arnfinnsdóttir, Skotíþróttafélagi Hafnarfjarðar með 41 stig ( 83) stig í undankeppninni, í öðru sæti varð Helga Jóhannsdóttir úr Skotíþróttafélagi Suðurlands  með 35 stig (92) og í þriðja sæti varð Dagný Huld Hinriksdóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur með 26 stig (84).

Í liðakeppni karla sigraði ,sveit SFS með 332 stig ( Jakob Þór Leifsson, Aðalsteinn Svavarsson, Hákon Þór Svavarsson ) Sveit SR með 315 stig (Sigurður Unnar Hauksson, Pétur T Gunnarsson Daníel Hrafn Stefánsson) varð önnur,  og sveit SKA (Stefán Gísli Örlygsson, Björn G. Hilmarsson, Elías M. Kristjánsson) í þriðja sæti með 261 stig.

Nánar á úrslitasíðu STÍ hérna.

AddThis Social Bookmark Button
 
Ásgeir og Íris sigruðu á Christensenmótinu Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 12. maí 2019 08:00

2019 christensenmot urslit2019 christensenmot ap601232019 christensenmot ar60123Á hinu árlega Opna Christensenmóti sem haldið var í Egilshöllinni í Grafarvogi í dag, sigraði Íris Eva Einarsdóttir í keppni með loftriffli með 602,3 stig, í öðru sæti varð Jórunn Harðardóttir með 599,7 stig og í þriðja sæti Guðmundur Helgi Christensen með 597,7 stig. Þau koma öll úr Skotfélagi Reykjavíkur. Í keppni með loftskammbyssu sigraði Ásgeir Sigurgeirsson úr Skotfélagi Reykjavíkur með 570 stig, í öðru sæti varð Ívar Ragnarsson úr Skotíþróttafélagi Kópavogs með 563 stig og í þriðja sæti Jórunn Harðardóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur með 554 stig.

AddThis Social Bookmark Button
 
Christensenmótið í Egilshöll á laugardaginn Skoða sem PDF skjal
Föstudagur, 10. maí 2019 14:01

2019 christensenmotHið árlega Christensen-mót í lofbyssugreinunum fer fram í Egilshöllinni á morgun, laugardag.

AddThis Social Bookmark Button
 
Hreindýrapróf og kennsla byrjuð Skoða sem PDF skjal
Mánudagur, 06. maí 2019 17:00

tarfurgkgNú eru Hreindýraprófin byrjuð. Eins er boðið uppá kennslu og stillingu á rifflum ásamt kennslu í skotfimi með haglabyssu.-  Allar upplýsingar eru inná þessari síðu. Símanúmer prófdómara er 843-0280

AddThis Social Bookmark Button
 
Íslandsmet hjá Guðmundi Helga og Viktoríu í dag Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 05. maí 2019 21:28

2019 islm3p5mai srlid2019 islm3p5mai verdlaunahafar2019 islm3p5mai viktoriaÁ Íslandsmótinu í 50 metra Þrístöðuriffli sem haldið var í Kópavogi í dag bætti Guðmundur Helgi Christensen úr Skotfélagi Reykjavíkur Íslandsmet sitt, 1,119 stig og varð Íslandsmeistari í karlaflokki. Einnig setti Viktoría E. Bjarnarson úr Skotfélagi Reykjavíkur nýtt Íslandsmet í Unglingaflokki, 931 stig og varð þvi Íslansmeistari Unglinga. Í karlaflokki varð Þórir Kristinsson úr Skotfélagi Reykjavíkur í öðru sæti með 1,008 stig og Valur Richter úr Skotíþróttafélagi Ísafjarðar þriðji með 985 stig. Í kvennaflokki varð Jórunn Harðardóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur Íslandsmeistari með 1,079 stig og önnur varð Guðrún Hafberg úr Skotíþróttafélagi Kópavogs með 958 stig. Í liðakeppninni varð sveit Skotfélags Reykjavíkur Íslandsmeistari með Guðmund Helga, Þóri Kristinssson og Þorstein Bjarnarson innanborðs með 3,019 stig. Í öðru sæti varð sveit Skotíþróttafélags Ísafjarðar en hana skipuðu Valur Richter, Ingvar Bremnes og Leifur Bremnes, með 2,835 stig. Skorin eru hérna.

Á laugardaginn fór fram Íslandsmótið í 50m liggjandi riffli og er hægt að lesa um mótið á síðu STÍ hérna.

AddThis Social Bookmark Button
 
<< Fyrsta < Fyrri 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Næsta > Síðasta >>

Síða 7 af 239

Á Döfinni

Auglýsing
Álfsnes - leiðarvísir
Auglýsing
Álfsnes - Skotsvæði
Auglýsing
Egilshöll - 50m salur
Auglýsing
Egilshöll - Loftbrautir
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing