Ásgeir er kominn í úrslit á EM ! Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 02. mars 2013 09:07

asgeir_styrkmyndÁsgeir Sigurgeirsson var rétt í þessu að tryggja sér sæti í úrslitunum í loftskammbyssunni á Evrópumeistaramótinu í Danmörku. Hann varð í 4.sæti í undankeppninni, með 579 stig en átta efstu fara í úrslitin. Þar er keppt með útsláttarfyrirkomulagi en skorið úr undankeppninni fylgir ekki með. Úrslitin hefjast kl.11:15 að íslenskum tíma og verður sýnt frá keppninni á heimasíðu keppninnar hérna.

AddThis Social Bookmark Button
 
Evrópumótið í loftbyssugreinunum hafið Skoða sem PDF skjal
Fimmtudagur, 28. febrúar 2013 19:22

Evrópumeistaramótið í loftbyssugreinunum stendur nú yfir í Óðinsvéum í Danmörku. Við eigum þar einn keppanda, Ásgeir Sigurgeirsson. Hann keppir í loftskammbyssu á laugardagsmorgun og hefst keppnin kl.09:00 að staðartíma. Hægt verður að fylgjast með skorinu í beinni hérna.

AddThis Social Bookmark Button
 
Guðmundur Helgi og Jórunn sigruðu í rifflinum Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 24. febrúar 2013 13:40

60sk skyttaGuðmundur Helgi Christensen og Jórunn Harðardóttir sigruðu í enska rifflinum í gær. Bæði settu þau ný Íslandsmet þar sem nú var keppt í fyrsta skipti eftir nýju ISSF reglunum.

AddThis Social Bookmark Button
 
Lokað í Egilshöll á morgun en Álfsnes opið Skoða sem PDF skjal
Föstudagur, 22. febrúar 2013 15:43

 Það verður lokað í Egilshöllinni á morgun, laugardag, en Álfsnesið er opið kl.12-18.

Rétt er að benda áhugafólki um riffilskotfimi á Landsmót STÍ enskum riffli sem haldið er í aðstöðu Skotfélags Kópavogs í Digranesi. Mótið hefst kl.10 en úrslitin eru kl.14:30.

 

AddThis Social Bookmark Button
 
Ásgeir sigraði í dag Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 16. febrúar 2013 12:06

Ásgeir Sigurgeirsson úr SR sigraði á Landsmóti STÍ í Frjálsri skammbyssu í morgun á nýju Íslandsmeti, 543 stig. Annar varð Guðmundur Kr. Gíslason einnig úr SR með 476 stig og þriðji varð svo Thomas Viderö úr SFK með 469 stig. Jórunn Harðardóttir úr SR varð fjórða með 459 stig og Jón Árni Þórisson úr SR með 426 stig. Nánari úrslit og myndir koma hér síðar í dag.

AddThis Social Bookmark Button
 
Keppnisæfing vegna mótsins á morgun Skoða sem PDF skjal
Föstudagur, 15. febrúar 2013 19:06

Keppnisæfing vegna Landsmóts STÍ í Frjálsri skammbyssu, sem verður haldið í Egilshöllinni á morgun, er í kvöld kl.19-20:30

Mótið hefst kl.10:00 og fellur almenn æfing í húsinu niður á morgun vegna mótsins.

AddThis Social Bookmark Button
 
<< Fyrsta < Fyrri 181 182 183 184 185 186 187 188 189 190 Næsta > Síðasta >>

Síða 185 af 296

Á Döfinni

Auglýsing
Álfsnes - leiðarvísir
Auglýsing
Álfsnes - Skotsvæði
Auglýsing
Egilshöll - 50m salur
Auglýsing
Egilshöll - Loftbrautir
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing