Skotfélag Reykjavíkur - sr.is
Miðasala á skotfimina á RIG í Egilshöll er hafin Skoða sem PDF skjal
Föstudagur, 28. janúar 2022 19:28

rig22-midasala-1080x1080-staerriMiðasalan á skotkeppnina á Reykjavíkurleikunum 5.-6.febrúar er hafin. Aðgöngumiðinn er á kr. 1,000. Hægt er að versla miða hérna:

AddThis Social Bookmark Button
 
Íslandsmetin féllu í riffilkeppninni í dag Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 21. apríl 2024 18:42

2024 islmeist3p unglinga_img_6584Íslandsmeistaramótið í riffilgreininni 50m Þrístaða fór fram í Egilshöllinni í dag. Í kvennaflokki sigraði Jórunn Harðardóttir úr SR á nýju Íslandsmeti, 545 stig. Í öðru sæti hafnaði Íris Eva Einarsdóttir úr SR með 520 stig og í þriðja sæti varð Aðalheiður L. Guðmundsdóttir úr SSS með 487 stig. Í drengjaflokki hlaut Úlfar Sigurbjarnarson úr SR gullið einnig á nýju Íslandsmeti, 445 stig. Í karlaflokki sigraði Þórir Kristinsson úr SR með 541 stig, annar varð Valur Richter úr SÍ með 523 stig og í þriðja sæti Leifur Bremnes úr SÍ með 507 stig. A-lið Skotíþróttafélags Ísafjarðar vann liðakeppnina með 1480 stig en sveit Skotfélags Reykjavíkur hlaut silfrið með 1429 stig. Nánar á úrslitasíðu STÍ 

Og svo eru myndir frá mótinu hérna

AddThis Social Bookmark Button
 
Ásgeir Sigurgeirsson á Ólympíuleikana í Tókýó Skoða sem PDF skjal
Þriðjudagur, 22. júní 2021 21:56
asgeir_sigurgeirssonÁsgeir Sigurgeirsson, skotíþróttamaður úr Skotfélagi Reykjavíkur, hefur unnið sér inn kvótapláss á Ólympíuleikana í Tókýó í loftskammbyssukeppni karla.

Alþjóðaskotíþróttasambandið hefur lokið úthlutun á kvótasætum og hlaut Ísland kvótapláss í loftskammbyssukeppni karla. Ásgeir hefur áður keppt á leikunum en hann keppti á Ólympíuleikunum í London 2012, þá bæði í frjálsri skammbyssu og loftskammbyssu. Keppt verður í greininni fyrsta keppnisdag leikanna, laugardaginn 24. júlí og verður Ásgeir því, að öllum líkindum, sá fyrsti úr íslenska hópnum til að keppa Ólympíuleikunum í Tókýó.

Anton Sveinn Mckee hefur náð Ólympíulágmarki í 200m bringusundi og auk hans mun að lágmarki ein íslensk kona keppa í sundi. Í frjálsíþróttum mun Ísland eiga að lágmarki einn keppanda, en væntanlega mun fleira frjálsíþróttafólk fá keppnisrétt á leikana.

Í mörgum íþróttagreinum er tækifæri fram að 29. júní til að vinna sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum, auk þess sem að alþjóðasérsambönd eru að endurúthluta kvótasætum samkvæmt stöðu á heimslistum. Alþjóðasérsamböndin gefa út endanlega lista í byrjun júlí. Endanlegur fjöldi keppenda Íslands á Ólympíuleikunum í Tókýó og jafnframt nafnalisti keppenda verður því ekki tilbúinn fyrr en í fyrstu viku júlí mánaðar.
AddThis Social Bookmark Button
 
Jón, Ingibjörg og Felix sigruðu um helgina Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 21. júní 2020 17:46

2020 comspo 2106 srall2020 comspo 2106 jr1232020 comspo 2106 ka1232020 comspo 2106 kv1232020 lmot comp 20 21 juni saLandsmót STÍ í haglabyssugreininni Compak Sporting fór fram á skotvöllum Skotfélags Akureyrar um helgina. Til leiks mættu 38 skyttur úr 8 félögum allstaðar að af landinu. Í karlaflokki sigraði Jón Valgeirsson úr Skotfélagi Reykjavíkur með 181 stig, í öðru sæti varð Ellert Aðalsteinsson úr Skotfélagi Akraness með 179 stig og þriðji Þórir Guðnason úr Skotíþróttafélagi Hanfarfjarðar með 175 stig. Í kvennaflokki sigraði Ingibjörg A. Bergþórsdóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur með 159 stig, Dagný H. Hinriksdóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur varð önnur með 153 stig og í þriðja sæti Snjólaug M. Jónsdóttir úr Skotfélaginu Markviss á Blönduósi, með 149 stig. Í unglingaflokki vann Felix Jónsson úr Skotfélagi Reykjavíkur gullið með 159 stig og silfrið hlaut Viðar Hilmarsson úr Skotfélagi Akureyrar með 126 stig. 

AddThis Social Bookmark Button
 
Rangfærslur í grein í Fréttablaðinu í dag Skoða sem PDF skjal
Þriðjudagur, 18. janúar 2022 13:40

alfsnes allirclaudia 1br islm2013 soffiabergs2015gsseskeetorn32015ghelgi50msiusÍ Fréttablaðinu í dag er viðtal við landeiganda við Kollafjörðin, Guðmund Lárusson. Greininni er beint gegn skotsvæði okkar á Álfsnesi og reynt að sverta veru félagsins þar. Hann telur að tugir tonna af blýi liggji í Kollafirðinum og eitri þar fyrir fugli og fiskum. Ekki er nokkur stoð fyrir þessu og engar rannsóknir sýna fram á slíkt. Það er þekkt að andfuglar sæki í sendnar fjörur til að innbyrða sand til að hjálpa til við meltingu. Þarna eru engar sendnar fjörur og þar fyrir utan sækja andfuglar ekki á þetta svæði. Þarna eru bara klettar, urð og grjót. Reyndar er það svo að félagið bannaði notkun á blýhöglum í haglabyssur um áramótin 2020/2021 til að koma til móts við þær raddir að þetta geti mengað útfrá sér. Í greininni telur Guðmundur að það sé rangt að við höfum notast nær eingöngu við haglaskot með STÁLhöglum undanfarin 8 til 9 ár. Það skal bara hafa á hreinu að við ljúgum ekki til um slíka hluti. Staðreyndin er bara sú að verð á haglaskotum ræðst að miklu leiti af haglagerð þeirra og hefur verð á haglaskotum með stálhöglum verið mun lægra undanfarin ár, einsog söluaðilar haglaskota geta staðfest. Eins nefnir Guðmundur að blýhaglaskot séu bönnuð í náttúrunni, sem er alrangt. Ekki vitum við heldur tilgang hans með að ýja að því að lögreglan noti svæðið til æfinga, sem er rangt, og að þar með séum við með vopnaða aðstoð í málinu! Ótrúlegur málflutningur. 

Annars er afstaða okkar til notkunar á Álfsnesi undir skotvelli okkar alveg skýr. Við teljum að borgin eigi að nýta svæðið undir okkar starfsemi og aðlaga hana að framtíðarskipulagi borgarinnar. Hækka manir utan um vellina og gera þær ráðstafanir sem nauðsynlegar eru til að draga úr hávaða frá svæðinu einsog kostur er. Ráðstafanir sem borgin gerði þegar við fengum afnot af svæðinu þóttu fullnægjandi en gera má enn betur. Sundabrautin kemur væntanlega innan einhverra ára yfir Álfsnesið og jafnvel einhver iðnaðarstarfsemi sem getur þolað starfsemi einsog okkar í nágrenninu. 

Ljósm: Svafar Ragnarsson/Guðmundur Kr.Gíslason

AddThis Social Bookmark Button
 
<< Fyrsta < Fyrri 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 Næsta > Síðasta >>

Síða 33 af 355