Föstudagur, 28. janúar 2022 19:28 |
Miðasalan á skotkeppnina á Reykjavíkurleikunum 5.-6.febrúar er hafin. Aðgöngumiðinn er á kr. 1,000. Hægt er að versla miða hérna:
|
|
Sunnudagur, 21. apríl 2024 18:42 |
Íslandsmeistaramótið í riffilgreininni 50m Þrístaða fór fram í Egilshöllinni í dag. Í kvennaflokki sigraði Jórunn Harðardóttir úr SR á nýju Íslandsmeti, 545 stig. Í öðru sæti hafnaði Íris Eva Einarsdóttir úr SR með 520 stig og í þriðja sæti varð Aðalheiður L. Guðmundsdóttir úr SSS með 487 stig. Í drengjaflokki hlaut Úlfar Sigurbjarnarson úr SR gullið einnig á nýju Íslandsmeti, 445 stig. Í karlaflokki sigraði Þórir Kristinsson úr SR með 541 stig, annar varð Valur Richter úr SÍ með 523 stig og í þriðja sæti Leifur Bremnes úr SÍ með 507 stig. A-lið Skotíþróttafélags Ísafjarðar vann liðakeppnina með 1480 stig en sveit Skotfélags Reykjavíkur hlaut silfrið með 1429 stig. Nánar á úrslitasíðu STÍÂ
Og svo eru myndir frá mótinu hérna
|
Þriðjudagur, 22. júní 2021 21:56 |
Ásgeir Sigurgeirsson, skotíþróttamaður úr Skotfélagi Reykjavíkur, hefur unnið sér inn kvótapláss á Ólympíuleikana í Tókýó í loftskammbyssukeppni karla.
Alþjóðaskotíþróttasambandið hefur lokið úthlutun á kvótasætum og hlaut Ísland kvótapláss í loftskammbyssukeppni karla. Ásgeir hefur áður keppt á leikunum en hann keppti á Ólympíuleikunum í London 2012, þá bæði í frjálsri skammbyssu og loftskammbyssu. Keppt verður í greininni fyrsta keppnisdag leikanna, laugardaginn 24. júlí og verður Ásgeir því, að öllum líkindum, sá fyrsti úr íslenska hópnum til að keppa Ólympíuleikunum í Tókýó.
Anton Sveinn Mckee hefur náð Ólympíulágmarki í 200m bringusundi og auk hans mun að lágmarki ein íslensk kona keppa í sundi. Í frjálsíþróttum mun Ísland eiga að lágmarki einn keppanda, en væntanlega mun fleira frjálsíþróttafólk fá keppnisrétt á leikana.
Í mörgum íþróttagreinum er tækifæri fram að 29. júní til að vinna sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum, auk þess sem að alþjóðasérsambönd eru að endurúthluta kvótasætum samkvæmt stöðu á heimslistum. Alþjóðasérsamböndin gefa út endanlega lista í byrjun júlí. Endanlegur fjöldi keppenda Íslands á Ólympíuleikunum í Tókýó og jafnframt nafnalisti keppenda verður því ekki tilbúinn fyrr en í fyrstu viku júlí mánaðar.
|
|
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 Næsta > Síðasta >>
|
Síða 33 af 355 |